Þrastahólar í landi Búrfells. Hitaveita og heitur pottur. Lokað svæði með rafmagsnhliði (símahlið).
Fasteignaland kynnir: Sumarhús sem stendur á 6.864 fm eignarlóð í landi Búrfells í Grímsnes-og Grafningshreppi. Húsið er skráð 73,3 fm að stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands og var byggt árið 2006. Á sólpalli er góð geymsla.
Lýsing á eign: Forstofa er með parketi á gólfi og fatahengi. Tvö herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Baðherbergi með flísum á gólfi og sturtuklefa. Útgengi er af baðherbergi út á sólpall. Eldhúsið er með parketi á gólfi, fallegri viðarinnréttingu og sambyggðri eldavél. Stofan er með parketi á gólfi, góðri lofhæð og útgengi út á sólpall.
Gott milliloft er í húsinu með parketi á gólfi og opnanlegu fagi.
Geymsla: Af sólpalli við inngang hússins er gengið inn í geymslu. sem nýtt er sem þvottahús.
Stór sólpallur er við húsið um 285 fm með girðingu og skjólgirðingu. Heitur pottur. Á sólpalli er einnig stór geymsla.
Lóðin er 6.864 fm eignarlóð með fallegu útsýni og er búið að planta talsverðu að trjágróðri.
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er kr. 30.000 á ári.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er í ca. 16 km fjarlægð.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali s. 897 4210 netfang: halldor@fasteignaland.is