Rauðagerði , Reykjavík
62.000.000 Kr.
Fjölbýlishús
7 herb.
195,3 m2
62.000.000
Stofur
Herbergi
7
Baðherbergi
Svefnherbergi
Byggingaár
1979
Brunabótamat
52.800.000
Fasteignamat
64.300.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignaland kynnir: Rauðagerði 58, 108 Reykjavík
195,3 m², hæð, 7 herbergi


Um er að ræða 6-7 herbergja 168,9 fm efri sérhæð ásamt 26,4 fm innbyggðum bílskúr alls 195,3 fm við Rauðagerði 58 í Reykjavík.

Nánari lýsing : Forstofa er flísalögð með fatahengi, gestasnyrting með flísum á gólfi innaf forstofu. Forstofuherbergi með parketi á gólfi. Samliggjandi stofur með parketi og flísum, útgangur úr stofu á verönd. Eldhús með flísum á gólfi, léleg eldhúsinnrétting og borðkrókur. Þvottahús með flísum á gólfi innaf eldhúsi. Gangur með parketi á gólfi. Fjögur herbergi með parketi á gólfi. Laus skápur í hjónaherbergi. Útgangur úr hjónaherbergi á verönd. Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkari og sturtuklefa, skápur. Á jarðhæð tilheyrir íbúðinni herbergi með teppi á gólfi og baðherbergi með sturfu og saunaklefa. Innbyggður bílskúr. Stiga vantar niður í jarðhæð. Á teikningu er gert ráð fyrir hringstiga af gangi niður á jarðhæðina.

Rakaskemmdir víða í útveggjum og leki frá þaki. Tröppur eru ónýtar og handrið ónýtt. Rakaskemmir í lofti á nokkrum stöðum. Gluggar komnir á viðhald, sérstaklega opnanleg fög og skipta þarf um rúður. Parket er ónýtt og innréttingar mjög lélegar. Þörf er á viðhaldi að utanverðu, þak, þakkantur og múrviðgerðir. í rými á jarðhæð eru rakaskemmdir og mygla farin að myndast í kringum sturtu og saunaklefa. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir. Rafmagn þarf að yfirfara.

Mælt er sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Nánari upllýsingar og skoðun:
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali, sími 8974210 eða halldor@fasteignaland.is
Senda fyrirspurn vegna

Rauðagerði

CAPTCHA code


Halldór Ingi Andrésson
Löggiltur fasteignasali