Brekkutangi , Mosfellsbær
66.000.000 Kr.
Raðhús
8 herb.
285,1 m2
66.000.000
Stofur
Herbergi
8
Baðherbergi
Svefnherbergi
Byggingaár
1979
Brunabótamat
72.850.000
Fasteignamat
67.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignaland kynnir: Brekkutangi 5, 270 Mosfellsbær
285,1 m², raðhús, 8 herbergi


Um er að ræða 285,1 fm raðhús á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr við Brekkutanga 5 í Mosfellsbæ.

Nánari lýsing: Miðhæð: Forstofa er flísalögð með fataskáp. Hol er með parket á gólfi, þar er stigi upp á eftir hæð og niður í kjallara. Eldhúsið er með flísum á gólfi og ágætri innréttingu, borðkrókur. Gestasnyrting er með flísum á gólfi. Stofa er með parket á gólfi, hurð út á baklóð. Miklar rakaskemmdir eru í stofu vegna leka frá svölum.
Efri hæð : Hol með plastparketi á gólfi og hurð út á svalir. Rakaskemmdir í vegg. Hjónaherbergi er með plastparketi á gólfi og hurð út á svalir. rakaskemmdir í vegg. Tvö herbergi með plastparketi á gólfi og laus skápur í öðru þeirra. Útveggur í öðru herberginu er mikið skemmdur. Baðherbergi með flísum á gólfi , baðkeri og lélegri innréttingu.
Kjallari : Hol með flísum á gólfi, miklar rakaskemmdir í vegg. Herbergi með plastparketi á gólfi, rakaskemmdir í vegg. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa. Stór geymsla með máluðu gólfi. Þvottahús/geymsla með hillum, rakaskemmdir í vegg. Ekki full lofthæð í kjallara.

Skoða þarf þakvirki sérstaklega, taumar frá lofti benda til að rakasperra sé ekki í lagi. Þakskyggni lélegt. Gluggar almennt komnir á endurnýjun. Skipta þarf um þakjárn og flasningar. Svalagólf lekur inn í íbúð og miklar rakaskemmdir í stofulofti og í kjallara. Fara þarf í múrviðgerðir á útveggjum. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir, yfirfara þarf rafmagnstöflu og rafmagn. Eldhúsinnrétting er léleg og endurnýja þarf öll gólfefni. Baðherbergi á efri hæð þarf að endurnýja að öllu leyti. Parket er lélegt og þarfnast endurnýjunar. Leki frá lögnum í millivegg. Flísar lélegar.

Mælt er sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Nánari upplýsingar og skoðun:
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteeignasali, sími 897 4210 og halldor@fasteignaland.is
Senda fyrirspurn vegna

Brekkutangi

CAPTCHA code


Halldór Ingi Andrésson
Löggiltur fasteignasali