Öndverðarnes við Þrastarlund, sumarhús á glæsilegri skógi- og kjarri vaxinni eignarlóð. Hitaveita og glæsilegt útsýni.
****Seljandi skoðar að taka hjólhýsi upp í kaupverð ****
Fasteignaland kynnir: Sumarhús við Öndvernes í Grímsnes-og Grafningshreppi. Húsið er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 54 fm auk 9 fm geymslu. Húsið stendur á 3.500 fm eignarlóð skógi og kjarri vaxinni. Hitaveita er í húsinu og lokað ofnakerfi (frostlaugskerfi). Stór sólpallur með grindverki og skjólgirðingu.
Nánari lýsing: Forstofa með parketi á gólfi. Eldhús með parketi á gólfi, viðarinnréttingu og sambyggðri eldavél. Tvö herbergi með parketi á gólfi.Baðherbergið er með dúk á gólfi, hvítri innréttingu og sturtuklefa. Stofan er með parketi á gólfi og útgengi út á sólpall.
Gott milliloft er í húsinu með opnanlegu fagi.
Geymsla: skráð 9 fm.
Stór sólpallur er við húsið ásamt girðingu og skjólgirðingu.
Eignarhluti í borholu fyrir kalt vatn fylgir kaupum á eigninni. Samþykktar breytingar á teikningum liggja fyrir þar sem samþykkt hefur verið bygging á kvisti við húsið.
Á lóðinni er búið að grafa grunn en til stóð að byggja gestahús á lóðinni sem getur verið allt að 70 fm að sögn eiganda.
Möguleiki er að fá innbú með í kaupum á eigninni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins ca. 10 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Akstur frá Reykjavík er ca. 50 mínútur.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali s. 897 4210 netfang: halldor@fasteignaland.is