Ásabraut , Selfoss
53.000.000 Kr.
Sumarhús
5 herb.
113,2 m2
53.000.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2005
Brunabótamat
41.700.000
Fasteignamat
31.600.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Ásabraut í landi Ásgarðs í Grímsnesi og Grafningshreppi.  Glæsilegt heilsárshús. Tvær eignarlóðir um 2,4 ha. Hitaveita, heitur pottur fallegt útsýni. Lokað svæði.

Fasteignaland kynnir:
Stórglæsilegt heilsárshús í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Eignin er 113,2 fm auk ca. 17 fm gestahúss og ca. 10 fm geymslu. Eignin stendur á tveimur eignarlóðum sem eru samtals um 2,4 ha. Um er ræða Norskt RC hús, sökklar eru steyptir ásamt gólfplötu og hitalagnir eru í gólfum. Allar innréttingar eru sérhannaðar af trésmiðjunni Stíganda frá Blönduósi, hvítlakkaðar fulningainnréttingar. Granít borðplötur eru í eldhúsi, á baði og þvottahúsi. Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Lóðin og sólpallar umhverfis húsið er hannað af Stanislav með ca. 250 fermetrum af sólpöllum til suðurs með heitum potti, útisturtu og gufuðbaði. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðunum.

Nánari lýsing: Forstofa flísalögð með góðum fataskápum. Eldhús og stofa saman í stóru opnu rými með góðri lofthæð. Vönduð kamina er í stofu með graníti og flísum undir, útgengi út á verönd úr stofu og innbyggð lýsing í lofti (halogen). Eldhúsið er glæsilegt með vandaðri hvítlakkaðri innréttingu með granít borðplötum, gaseldavél og vönduðum tækjum. Í húsinu eru þrjú rúmgóð svefnherbergi með sérsmíðuðum hvítlökkuðum fataskápum og parketi á gólfum. Öll herbergi eru með sjónvarpstengingum. Baðherbergið er glæsilegt, flísalagt með sturtu, fallegri sérsmíðaðri hvíttlakkaðri innréttingu og granit borðplötu. Útgengi er af baðherbergi út á verönd. Þvottahús er með hvíttlakkaðri innréttingu, granit borðplötu og flísalögðu gólfi.
Að suðurhlið hússins er innangengt í annað baðherbegi sem er flísalag og þar inn af er saunaklefi. Geymsla og lagnarými er í austurenda hússins. Öryggiskerfi er í húsinu, veðurstöð ásamt búnaði til að halda uppi tölvusambandi. Sólpallurinn er um 250 fm. umhverfis húsið og tengist gestahúsi, heitum potti, útisturtum og geymslu. Gestahúsið er ca. 17 fm með ofnakerfi, flísum á gólfi og sér baðherbergi með flísum á gólfi, upphengdu salerni og góðri hvítri innréttingu. Geymsla er ca. 10 fm, bjálkahús með rafmagni og hita. Eignin er eintsök í alla staði, mikið lagt í innréttingar og hönnun og hugsað fyrir öllum smáatriðum.

Inn á Þetta svæði eru tvö hlið. Annað lokað með venjulegur hliði og hitt með rafmagnshliði (símahlið).
Möguleiki er að fá búslóð með í kaupum á eigninni.

Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg. 

Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali s. 897 4210 netfang:halldor@fasteignaland.is
 


 
Senda fyrirspurn vegna

Ásabraut

CAPTCHA code


Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Löggiltur fasteigna-og skipasali, framkvæmdastjóri