Seljavegur , Reykjavík
39.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
67,4 m2
39.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
1936
Brunabótamat
19.200.000
Fasteignamat
35.450.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


OPIÐ HÚS að Seljavegi 3A fyrstu hæð (Tim á bjöllu) á mánudaginn kl. 17:30 - 18:00. Nánari upplýsingar og pöntun á skoðun Halldór Ingi í síma 897 4210 eða halldor@fasteignaland.is

Fasteignaland kynnir: 2ja herbergja, 67,4 fermetra íbúð í mjög góðu þriggja íbúðahús við Seljaveg 3A á frábærum stað rétt við miðborgina og frábæru útsýni yfir Flóann til Snæfellsness. Húsið er í góðu viðhaldi. 5-10 mínútur niður í miðbæ Reykjavík eftir Vesturgötunni.

Nánari lýsing: Komið er inn á miðjugang með fatahengi og þaðan gengið í aðrar vistarverur íbúðar. Stofan er rúmgóð með tveimur gluggum til norðurs, góðum uppgerðum pottofnum og nýlegu parketi í gólfi. Svefnherbergið er rúmgott með góðum skápum og glugga til suðurs, parket á gólfum. Baðherbergið er ný uppgert, en án glerhurðar á sturtu/baðkeri og sturtu. Annars allt nýtt með gólfhita og fölsku lofti (aukageymsla). Veggir flísalagðir. Eldhúsið er óklárað en allir skápar komnir og fylga auk ísskáps og þvottavélar. Eldavél og ofn fylgja ekki.
Húsið er í góðu ásigkomulagi, þak og rafmagn hefur verið endurnýjað á síðusta áratug. Til stendur að klára málningu bakatil í sumar, og er til í sjóði fyrir því. Allir ofnar eru pottofnar og hafa verið sandblásnir og með látúns lokum. Öll gólf voru flotuð fyrir fjórum árum og síðan parketlögð með eikar borðum. Einnig hafa allir hurðarkarmar verið pússaðir niður.
Í kjallara hússins er rúmgóð sérgeymsla með parket á gólfi, ofni og glugga. Auk þess er sameiginlegt þvottahús og útgengt út á baklóðina.
Stöndugur hússjóður.
Stutt er í flesta þjónustu, leikskóli í sömu götu, stutt út á Granda, þar sem má finna verslanir eins og Bónus, Krónuna og Nettó, Byko, Ellingsen, Elko og Rúmfatalagerinn, heilsrækarstöðvar, þrjú apótek, bílaþvottastöð, Sorpu, fjölda matsölustaða svo eitthvað sé nefnt. 5 -10 mínútna gangur niður Vesturgötuna niður í miðbæ Reykjavíkur.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali í S: 897 4210 eða á netfangið halldor@fasteignaland.is


Afsal sjá skjal merkt 411-T-000403/2012
Eignaskiptayfirlýsing er skjal 411-A-001263/2002
Lóðarleigusamningur er skjal 411-G-NUM.2
Ákvílandi lán verða kaupanda óviðkomandi og verða greidd upp við kaupsamning eða með nýju láni kaupanda gegn skilyrtu veðleyfi.
 
Senda fyrirspurn vegna

Seljavegur

CAPTCHA code


Halldór Ingi Andrésson
Löggiltur fasteignasali