Sumarhús við Kiðjaberg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er 10.000 fm eignarlóð með glæsilegu útsýni.
Fasteignaland kynnir Sumarhús í Kiðjabergi í Grímsnes-og Grafningshreppi. Húsið er skráð 53,7 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands auk millilofts. Á lóðinni er einnig 18 fm geymsla sem er tvískipt, geymsla með innkeyrsludyrum og herbergi. Húsið var byggt árið 1993 og geymslan árið 2005. Allur frágangur til fyrirmyndar. Húsið stendur á 10.000 fm eignarlóð með glæsilegu útsýni. Í þessu húsi eru rafmagnsofnar og hitakútur fyrir neysluvatn en möguleiki er að taka inn hitaveitu sem er við lóðarmörk.
Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi, góðu skápaplássi og fatahengi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með fallegri hvítri innréttingu og sturtuklefa. Þrjú herbergi með furuplönkum gólfi. Hol með furuplönkumi á gólfi. Stofan er með furuplönkum á gólfi, góðri lofhæð, kaminu og útgengi út á sólpall. Eldhúsið er með fallegri hvítri innréttingu og keramik helluborði. Stór borðkrókur.
Geymsla: Skráð 18 fm og er tvískipt með steyptri plötu. Annar hlutinn er nýttur sem bílskúr með góðri bílskurshurð og hinn hlutinn er herbergi með parketi á gólfi og sér inngangi.
Milliloft: með furuplönkum á gólfi og opnanlegu fagi.
Tveir stórir sólpallar eru við húsið með girðingu.
Lóðin er 10.000 fm eignarlóð skógi vaxinn.
Möguleiki er að fá búslóð með í kaupum á eigninni.
Árgjald í félag sumarhúsaeigenda er ca. kr. 25.000 á ári.
Um er að ræða vandað sumarhús og vel um gengið á eftirsóttum stað við golfvöllinn í Kiðjabergi og með fallegu útsýni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll og fallegar gönguleiðir.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Hilmar Jónasson löggiltur fasteignasali s. 695 9500, netfang: hilmar@fasteignland.is