Opið hús: 29. september 2023 kl. 12:30 til 13:00.***Opið hús föstudaginn 29. september milli kl. 12:30 og kl. 13:00. Verið velkomin!***
Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344, [email protected] og Fasteignaland kynna í einkasölu: Einstaklega bjarta of vel skipulagða og afar sjarmerandi fimm herbergja
íbúð á tveimur hæðum með
sérinngangi og mjög fallegu útsýni við Rökkvatjörn 6 í Úlfarsárdal. Eignin er skráð alls 110,2 fm að stærð.
Eignin skiptist þannig: Forstofa, tvö baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa, fjögur góð svefnherbergi og geymsla innan íbúðar. Tvennar suður svalir, aðrar úr stofu og hinar út frá svefnherbergi. Mikil lofthæð á efri hæð íbúðarinnar. Þetta er frábærlega vel staðsett eign við rætur Úlfarsfells og vart hægt að komast nær náttúrunni.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected] Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð:Forstofa: komið er inn um sérinngang í
afar rúmgóð forstofa með góðum skápum.
Herbergi: Þrjú rúmgóð herbergi eru á neðri hæðinni. Útgengi er úr einu herbergjanna út á suður svalir.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með sturtu. Góð innrétting og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingunni.
Geymsla: Góð lokuð geymsla er undir stiganum sem liggur uppá aðra hæð.
Efri hæð:Gengið er uppá aðra hæðina um fallegan teppalagðan stiga með stórum glugga sem gefur íbúðinni einstakan sjarma og mikla birtu.
Eldhús: Allar innréttingar eru frá VOKE 3 og eru skúffur og skápar með ljúflokun, hitaþolin borðplata. Skápar í mjúkum gráum tón. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Stofa + borðstofa: Stofan er einstaklega björt og flýtur fallega saman með eldhúsi. Útgengi út á suður svalir.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjóna herbergi með góðum skápum..
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með sturtu. Falleg innrétting og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.
Húsið er sérlega vel skipulagt og með lítilli sameign að undanskilinni hjóla- og vagnageymslu sem er frístandandi á lóð. Fjöldi bílastæði eru á lóðinni. Húsið er klætt með rafbrynjaðri báru á móti viðahaldslítilli bambus viðarklæðningu. Burðarvirki hússins er CLT burðarkerfi sem er krosslímt gegnheilt timbur og er sagður heilsueflandi og umhverfisbætandi byggingarmáti.
Þetta er eign sem vert er að skoða á frábærum stað í Úlfarsárdal þar sem stutt er í verslun, skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected].Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér og í s.692-3344.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.