Laxatunga 139, 270 Mosfellsbær
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
239 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
124.000.000
Fasteignamat
118.000.000

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. og Fasteignaland kynna í einkasölu:  Einstaklega glæsilegt og vel hannað einbýlishús með rúmgóðum bílskúr við Laxatungu 139 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð alls 239,5 fm að stærð og þar af er bílskúrinn 46,6 fm. Eignin skiptist þannig: Forstofa, tvö baðherbergi, sjónvarpsherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Fjögur góð svefnherbergi ásamt rúmgóðu þvottahúsi og bílskúr. Einstaklega fallegur og vel hannaður garður með góðum pöllum og heitum potti. Allt timbur í pöllum er úr lerki. Hiti er í öllum gólfum í húsinu. Þetta er frábærlega vel staðsett eign rétt við voginn. Einstakt útsýni er til fjalla frá húsinu. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir í síma 692 3344 eða [email protected].


Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi og góður fataskápur. 
Eldhús: Rúmgóð og falleg hvít innrétting með eyju. Flísar á gólfi. 
Stofa: Björt og rúmgóð með stórum gluggum á tvo vegu. Mikil lofhæð og innfelld lýsing. Útgengt á pall til austurs / suður. Parket á gólfi. 
Borðstofa: Mikil lofhæð og innfelld lýsing. Stór rennihurð út á pall til vesturs. Parket á gólfi.
Sjónvarpsrými: Rúmgott, mikil lofhæð og innfelld lýsing. Parket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með útgengi út á pall til austurs / suður. Fataherbergi. Innfelld lýsing í lofti. Parket á gólfi. 
Herbergi 1: Rúmgott, parket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Herbergi 2: Rúmgott, parket á gólfi. Fataskápur. 
Herbergi 3: Rúmgott, parket á gólfi. 
Baðherbegi 1: Flísalagt að hluta. Rúmgóð hvít innrétting, útgengt á pall með heitum potti. Handklæðaofn, upphengt salerni.
Baðherbergi 2: Flísalagt að hluta. Fín innrétting, rúmgóð sturta, handklæðaofn, upphengt salerni. 
Þvottahús: Rúmgott, stór innrétting með hólfum fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur og gluggi með opnanlegu fagi. Flísar á gólfi. Möguleiki á að breyta þessu rými í fimmta herbergið. 
Bílskúr: Mjög rúmgóður bílskúr með mikilli lofthæð. Steypt bílaplan. 
Þetta er eign sem vert er að skoða á frábærum stað í Mosfellsbæ. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.